Að draga út útlánalista

Breytt Tue, 23 Apr kl 9:15 AM


Útlánalistar keyrast einungis út einu sinni á dag og sýna útistandandi útlán frá deginum áður. Það er hægt að keyra út sinn eigin lista sem sýnir rauntíma útlán. 

Til þess að gera það er notast við ítarlegu leitina.


Til þess að fara í ítarlegu leitina er smellt á stækkunarglerið hjá leitarglugganum. Mikilvægt er að vera búin að velja leitina „Áþreifanleg eintök“. 


Hægt er að smella á gluggana og byrja að skrifa það sem verið er að leita að svo ekki þurfi að leita í gegnum langan lista.

1. Smella á fyrsta gluggann og skrifa bókasafn, velja þar „Bókasafn“ - undir „Forði“ 





2. Velja viðeigandi bókasafn í þriðja glugga. Miðjuglugginn skal vera með „Jafngildir“.






3. Næst skal smella á plúsinn til þess að bæta við leitarmöguleikum







4. Nú þarf að velja „Tegund ferlis“ í fyrsta glugga, „Jafngildir“ í annan glugga og „Útlán“ í þriðja. Leitin lítur þá svona út. Næst skal smella á „Leita“. 


      

 

Nú birtist heildarlisti yfir öll útlán sem eru útistandandi á safninu. Athugið að það þarf að smella á „Tegund ferlis: Útlán“ til þess að sjá hver er með eintakið í láni. 


     

   

5. Að draga listann út sem excel skjal. 


Athugið ekki er hægt að draga út lista með nöfnum lánþega enn sem komið er.  Til þess að vista leitina niður í Excel skjal er smellt á blað sem sýnir ör til hægri. 







Þegar smellt er á takkann koma upp möguleikarnir „Excel (núverandi yfirlit)“ og „Excel (allir reitir).

Núverandi yfirlit þýðir að skjal verður dregið út með öllum upplýsingum sem koma fram á síðunni, þ.e.a.s með öllum reitum sem hafa verið valdir í tannhjólinu. (Athugið hægt er að stilla hvaða reitir eru sýnilegir með því að smella á tannhjólið, velja viðeigandi reiti og smella á „Lokið). 

Allir reitir þýðir að skjal verður dregið út með öllum mögulegum reitum sem hægt er að velja í tannhjólin, óháð því hvort reitirnir séu valdir eða ekki. 





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina