Item updater by Excel

Breytt Wed, 12 Jún kl 2:31 PM


EFNISYFIRLIT


Inngangur


Hægt er að nota skýjaforritið Item updater by Excel til að breyta ýmsum upplýsingum um áþreifanleg eintök. 


Skýjaforritið tekur, eins og nafnið gefur til kynna, Excel skrá sem inntak og breytir gögnum í samræmi við það sem er í Excel skjalinu.  


Fyrsti dálkurinn í Excel skjalinu þarf að heita „barcode“ og innihalda strikamerki þess eintaks sem á að breyta. Sum strikamerki eru með tölustafinn núll (0) fremst í strikamerkinu og hið sama á við um kóðana fyrir reglu eintaks, margir þeirra byrja á tölustafnum 0. 


Excel á það til að fjarlægja núllin og til að koma í veg fyrir það borgar sig að forsníða alla dálka í Excel skjalinu sem texta. 


Það má gera með því að smella efst í hornið til vinstri til að velja alla dálka í skjalinu, hægrismella svo með músinni og velja Format Cells og velja þar Text.





Heitið á öðrum dálkum er svo það svið sem á að breyta. 


Ef breyta þarf t.d. reglu eintaks er búinn til dálkur í Excel skjalinu sem á að nota sem inntak og heiti þess dálks þarf að vera „policy“, eins og sést í töflunni hér fyrir neðan.






Á myndinni hér að ofan sést hvernig Excel skjal myndi líta út sem breytir tveimur eintökum og setur reglu eintaks á 14 daga. Athugið að í „policy“ dálkinn þarf að setja kóðann fyrir viðkomandi reglu, ekki lýsinguna 14 dagar.


Í töflunni  neðst í skjalinu segir dálkurinn Tegund inntaks hvað á að koma í viðkomandi dálka, og fyrir „policy“ er tegund inntaks kóði“ sem segir okkur að hér eigi að koma kóði. 


Hægt er að breyta mörgum sviðum í einut.d.  setja inn inn ártal „chronology_i“, árgang  „enumeration_a“  og tölublað enumeration_b fyrir tiltekin eintök og setja þau á reglu eintaks  „policy“ 14 dagar,

  



Í dæminu hér að ofan er enginn dálkur sem heitir „description“ og því breytir Item updater by Excel ekki lýsingunni á eintökunum, forritið breytir bara því sem er í Excel skjalinu.   


Vilji menn breyta lýsingunni er hægt að bæta við dálki í Excel skjalið sem heitir „description“ og þá þarf að passa að lýsingin sé á sama sniði og kerfið býr sjálft til. Athugið að lýsing ætti alltaf að sækja upplýsingar í enumeration og chronology reiti og það er best gert með formúlu í Excel og hana þarf að sérsníða fyrir efnið sem verið er að breyta hverju sinni. Því mun koma skjal með leiðbeiningum um hvernig má búa þessar formúlur til. Almenna reglan er sú að í lýsingu fer aldrei neitt nema upplýsingar sem sóttar eru í Upptalning og Tímatal reitina, það á við bæði þegar eintökum er breytt með Item updater by Excel og þegar eintök eru tengd í aðfangaferlinu í Gegni. 


Á þjónustuvefnum eru leiðbeiningar um þetta:  Lýsing eintaks fyrir fjölbindaverk og tímarit



Þar sem skýjaforritið vinnur alltaf með kóða þarf að passa að þegar Tegund inntaks reiturinn segir  sé kóðinn settur inn en ekki lýsingin sem sést í Gegni, t.d. setja kóðann 37 í policy  ef breyta á í annarlán en ekki textann Annarlán.  


Ef dálkur er ekki í Excel skjalinu er því sviði ekki breytt, en ef dálkur er í Excel skjalinu og er auður verður það svið autt í eintaksfærslunni.Þannig er þannig hægt að hreinsa t.d. út lýsingu með því að hafa í skjalinu dálk sem heitir „description“ og engin gildi.  



Kóða fyrir efnistegundir og reglur eintaks er að finna í listum í leiðbeiningunum en kóða safndeildanna má t.d. sjá í eintaksforminu:   



Önnur leið til að finna kóða safndeildanna er að opna ítarleitina og leita að Áþreifanlegt eintak: Varanleg staðsetning í safni (forði) og velja safnið. 


Þá opnast felligluggi sem sýnir allar safndeildir í viðkomandi safni og í sviga kóða safndeildarinnar:




Þegar gögnum er breytt þarf að passa að nýja stillingin sé uppsett fyrir viðkomandi safn, t.d. geta verið reglur í listanum yfir reglur eintaks sem gilda aðeins í útlánareglum örfárra safna.


Athugið að upplýsingarnar á kjalmiðann eru almennt sóttar í forðafærsluna og ekki hægt að breyta með Item updater by Excel.  


temp_call_number  og alternative_call_number breyta ekki því sem stendur í forðafærslunni


Ef dálkur er ekki í Excel skjalinu er því sviði ekki breytt, en ef dálkur er í Excel skjalinu og er auður verður það svið autt í eintaksfærslunni.Þannig er þannig hægt að hreinsa t.d. út lýsingu með því að hafa í skjalinu dálk sem heitir „description“ og engin gildi.




Reitir sem hægt er að breyta


Tegund inntaks reiturinn segir til um hvað fer í reitinn.  

Boolean – Svið sem tekur True eða False (þ.e. Já eða Nei), t.d. ef setja á gagn í tímabundna staðsetningu þarf að setja True í in_temp_location reitinn en til að taka það úr tímabundinni staðsetningu er sett False 

Kóði – Hér þarf að setja inn tiltekinn kóða, t.d. kóði safndeildar sem gagn á að fara í eða kóða fyrir reglu eintaks.  

Texti – Texti, t.d. athugasemd. eða númer bindis. Má innihalda bókstafi og tölur.

dags.– Dagsetning. Ef gagn er sett í tímabundna staðsetningu og á að koma til baka aftur 15. Maí 2024 er dagsetningin 2024-05-15 sett í reitinn due_back_date 


Heiti sviðs

Tegund inntaks

Virkni

barcode

texti

Strikamerki eintaksins. 

physical_material_type

kóði.

Kóðinn fyrir efnistegundina. Sjá töflu með kóðum.

policy

kóði.

Kóðinn fyrir reglu eintaks Sjá töflu með kóðum. 

enumeration_a

texti

Árgangur tímarita og bindisnúmer fjölbindaverka

enumeration_b

texti

Tölublað tímarita. Ef mörg hefti eru í einu bindi fjölbindaverks er heftisnúmerið sétt hér

chronology_i

texti

Ártal

chronology_j

texti

Mánuður

description

texti

Lýsing eintaks. Má bara nota fyrir tímarit og fjölbindaverk (undantekning frá þessu eru safnfærslur)

inventory_price

texti

Hvað gagnið kostaði í innkaupum

library

kóði.

Kóði bókasafnsins sem á gagnið. Ekki notað nema verið sé að flytja gagnið á annað bókasafn.

location

kóði.

Kóði safndeildarinnar þar gagnið á heima 

alternative_call_number

texti

Innihaldið í „Staðsetning eintaks“ reitnum í eintaksskráningunni.

alternative_call_number_type

kóði.

Kóði flokkunarkerfisins sem er notað fyrir Staðsetning eintaks reitinn (alternative_call._number)

Kóði

Lýsing

#

No information provided

0

Library of Congress flokkun

1

Dewey flokkun

2

National Library of Medicine classification

3

Danski Dewey (Borgarbókasafn)

4

Hillustaðsetning

public_note

texti

Opin athugasemd. Sést á leitir.is og er notað fyrir ýmislegt sem var í lýsingu í gamla Gegni.

fulfillment_note

texti

Útlánaathugasemd. Textinn sem er í þessum reit birtist sem „popup“ gluggi þegar eintakið er lánað út.

internal_note_1

texti

Innri athugasemd 1

internal_note_2

texti

Innri athugasemd 2.

internal_note_3

texti

Innri athugasemd 3.

physical_condition

kóði.

Í þennan reit er hægt að setja kóða fyrir ástand eintaksins. Ekki notað enn.



Reitir fyrir tímabundna staðsetningu



Heiti sviðs

Tegund inntaks

Virkni

in_temp_location

boolean

Segir til um hvort gagnið sé í tímabundinni staðsetningu (TRUE)  eða ekki (FALSE).

temp_library

kóði.

Segir til um á hvaða bókasafni gagnið er tímabundið.

temp_location

kóði.

Segir til um staðsetningu (safndeild) gagns í tímabundinni staðsetningu

temp_call_number_type

kóði.

Segir til um hverskonar flokkun er notuð fyrir tímabundið raðtákn eintaks í tímabundinni staðsetningu Mögulegir kóðar eru

Kóði

Description

#

Engar upplýsingar veittar

0

Library of Congress classification

1

Dewey  flokkun

2

National Library of Medicine classification

3

Danski Dewey (Borgarbókasafn)

4

Hillustaðsetning

temp_call_number

texti

Tímabundið raðtákn eintaksins.

temp_policy

kóði.

Kóði reglu eintaks fyrir eintakið meðan það er í tímabundinni staðsetningu. Sjá töflu með kóðum.

due_back_date

dagsetn.

Segir til um hvenær gagn í tímabundinni staðsetningu eigi að koma til baka.


Kóðatöflur

Hér eru pdf skjöl með kóðatöflum í viðhengi.





Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina