Tímarit - að loka áskrift

Breytt Tue, 23 Apr kl 9:43 AM


Athugið: Aðeins skal loka áskrift þegar safn hættir að kaupa viðkomandi tímarit.


Þegar þarf að loka áskrift skal fara í „Taka á móti“ undir „Aðföng“.




Þar þarf að smella á flipann „Samfellt“ til þess að sjá lista yfir tímarit í áskrift.



Áskrift má ekki vera í stöðunni „Bíður eftir handvirkri endurnýjun“ heldur þarf hún að vera í stöðunni „Bíður eftir endurnýjun“.   


Ef áskrift er í stöðunni „Bíður eftir handvirkri endurnýjun“ þá er dagsetningin sem var sett í pöntunarlínuna þegar verið var að útbúa áskriftina runnin upp. 

Áður en áskrift er lokað skal vera búið að móttaka öll eintök í áskriftinni.

Til þess að loka áskrift þarf að smella á POL númerið á viðeigandi áskrift.


Nú opnast pöntunarlínan (POL) og efst uppi á hnappurinn „Loka“ að birtast. Ef „Loka“ hnappur birtist ekki er líklegast að pöntunarlínan sé í stöðunni „Bíður eftir handvirkri endurnýjun“.

Ef loka þarf áskrift sem hefur stöðuna „Bíður eftir handvirkri endurnýjun“ þarf að uppfæra dagsetningu áskriftarinnar og ýta á "Vista" og þá ætti "Loka" hnappurinn að birtast.

 

Þegar smellt er á  „Loka“ birtast staðfestingarskilaboð sem skal staðfesta. Þá hverfur áskriftin af listanum í „Taka á móti“ og pöntunarlínunni hefur verið lokuð.




Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina