Safnfærslur

Breytt Mon, 7 Okt kl 8:18 AM

Stundum þarf að tengja efni inn á safn en engin bókfræðifærsla er til fyrir viðkomandi gagn. Í þeim tilvikum eru notaðar safnfærslur. Þetta geta verið tól og tæki, t.d. fartölvur eða vasareiknar, spil, bækur og í rauninni hvað sem er.


Það er til bókfræðifærsla fyrir flest spil. Ef tengja á spil þá skal athuga hvort að það sé til bókfræðifærsla fyrir spilið áður en þau eru tengd á safnfærslu.


Hægt er að óska eftir safnfærslum með því að senda inn verkbeiðni, annað hvort á þjónustuvefnum eða með því að senda tölvupóst á hjalp@landskerfi.is 



Safnfærslurnar eru merktar hverju safni með safnakóða, t.d. SELAA safnfærsla (spil og leikföng). Safnfærsla virkar eins og almenn bókfræðifærsla. Hvert safn getur átt margar safnfærslur fyrir mismunandi efni, t.d á Bókasafn Seltjarnarness fjórar safnfærslur:




Ef smellt er á „Áþreifanlegt“ og síðan „Eintök“, er hægt að sjá nánari lýsingu á hverju gagni fyrir sig.

  


Dæmi:  SELAA safnfærsla (tæki og tól)



ATH. Eintök sem eru skráð á safnfærslur eru ekki leitarbærar á leitir.is. Leita þarf að safnfærslunni til þess að finna eintökin á leitir.is



Nýtt eintak tengt á safnfærslu

Aðferðin við að tengja gögn á safnfærslu er sú sama og þegar annað efni er pantað. Dæmi verður tekið um að tengja fartölvu við viðeigandi safnfærslu. 


1. Pöntun

Finna skal rétta safnfærslu með því að leita undir „Allir titlar“ og smella á „Pöntun“. Velja skal Prentuð bók - eitt skipti undir tegund innkaupapöntunarlínu, fylla út viðeigandi upplýsingar og smella á „Búa til innkaupapöntunarlínu“ 



Mikilvægt er að setja hér inn viðeigandi upplýsingar undir „Efnistegund“



Bæta skal við viðeigandi eintökum, setja í rétta safndeild og smella svo á panta núna „Panta núna“, sjá nánar hér fyrir ítarlegri leiðbeiningar. 

 

2. Svo skal taka á móti


3. Eintök í vinnslu

Í Eintök í vinnslu  skal breyta færslunni fyrir eintakið eins og þarf. 


Allt sem er tengt á safnfærslu í sömu safndeild er í sömu forðafærslu og því fá öll eintökin þar undir sama raðtákn. Því þarf að athuga að hafa raðtáknið lýsandi fyrir öll eintök þar undir, t.d. tæki og tól. Til þess að hafa einkvæmt raðtákn skal nota „Staðsetning eintaks“ (sjá nánar hér fyrir neðan). 

Ef það þarf að breyta um raðtákn er farið í þrípunktana og smellt á „Breyta eintaki í safnskrá“ - svo er smellt á „Forði“ og „Breyta“, sjá nánari upplýsingar hér. 




Nú þarf að vinna í hverju eintaki fyrir sig og skrá inn upplýsingar sem lýsa hverju eintaki. t.d. iPad 4 eða vasareiknir 15. 


Lýsingarreiturinn er aðeins notaður þegar verið er að skrá inn fjölbindaverk og tímarit. Hinsvegar er undantekning fyrir þessari reglu þegar verið er að skrá safnfærslur, sjá nánari upplýsingar um lýsingarreitinn hér.


Ef verið er tengja inn bækur skal setja inn upplýsingar um titil og höfund bókar og ISBN í lýsingarreitinn. Þá er auðveldara að leita að bókinni. Síðar ef bókin er skráð þá er hægt að hengja hana á bókfræðifærslu fyrir titilinn.


Til þess að setja inn þessar upplýsingar skal smella á þrípunktinn og velja „Breyta eintaki í safnskrá“. 


Í reitinn „Lýsing“ skal setja inn lýsandi atriði um eintakið. Ekki skal smella á „Búa til“.




Í reitinn  „Staðsetning eintaks“ má setja það sem á að koma á kjalmiðann. 



Hér er dæmi um bók sem er skráð 



ATH. Mikilvægt er að leita af sér allan grun áður en eintök eru skráð á safnfærslur, hvort sem um er að ræða bækur eða spil. 


Að lokum skal velja Vista. 



Að prenta út kjalmiða fyrir safnfærslur


Til þess að viðeigandi upplýsingar birtast á kjalmiðana þarf að nota annað sniðmát en venjulega þegar kjalmiðinn er prentaður út í SpineOMatic forritinu.


Fyrir flestar tegundir miða eru til sniðmát sem eru með Safnfærsla í heitinu. 


Ef ekkert slíkt sniðmát er til fyrir þá miða sem notaðir eru á safninu þarf að senda inn verkbeiðni til Landskerfis bókasafna og óska eftir að það verði búið til.  


Kerfið þarf að vita að í þessu tilviki eigi að sækja upplýsingar á kjalmiðann í eintaksfærsluna en ekki forðafærsluna eins og venjulega.






Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina