Verkefnalisti

Breytt Wed, 23 Okt kl 10:06 AM

EFNISYFIRLIT


Hvernig virkar verkefnalistinn?

Verkefnalistinn í Gegni er mjög mikilvægt tól til þess að halda utan um þau verkefni sem þarf að vinna með í kerfinu. Það sem birtist á Verkefnalista fer eftir verkþáttum sem hver og einn notandi hefur heimildir í. Allir starfsmenn hafa aðgang að þeim verkefnum sem ekki hefur verið úthlutað, hafi þeir á annað borð heimildir í viðkomandi verkþátt. Á stórum söfnum er mikilvægt að hafa gott verklag um það hverjir sjá um tiltekin verkefni, svo sem millisafnalán, pantanir, reikninga o.fl. Verkefni geta annaðhvort verið úthlutað til þín eða án úthlutunar sjá upplýsingar um að úthluta verkefnin á viðeigandi starfsmann hér


Markmiðið ætti að vera að hafa verkefnalistann svona:


Tómur verkefnalisti



Algengustu verkefnin

Hér fyrir neðan eru dæmi um þau verkefni sem birtast á verkefnalistann, þessi listi er ekki tæmandi.



Pöntunarlínur

Beðið eftir endurnýjun/bíða endurnýjunar - Hér birtast tilkynningar um tímarit sem bíða endurnýjunar, sjá hér

Yfirferð Pöntunarlínur geta verið skráðar annaðhvort í „Yfirferð - úthlutað“ til þín eða í Yfirferð - án úthlutunar. Hvort sem það er þá er það eitthvað sem þarf að skoða þar sem þetta eru pöntunarlínur sem ekki hafa verið kláraðar og þær hanga inn í kerfinu. Hér eru upplýsingar um hvernig á að laga pöntunarlínur sem eru fastar í kerfinu. 

Pöntunarlínur með kröfum -  Pöntunarlínur með kröfum eru eintök sem voru pöntuð en hafa ekki verið móttekin undir Taka á móti í einhvern tíma. Hér eru leiðbeiningar um Pöntunarlínur með kröfum. 

Frestað - Pöntunum sem hafa verið frestað með því að smella á Fresta í pöntunarlínunni. 



Aðrar beiðnir

Sótt í hillu - Þetta eru beiðnir sem hafa verið útbúnar þar sem þarf að sækja eintök í hillu til þess að uppfylla beiðnirnar. Þegar smellt er á sótt í hillu gæti þurft að sía listann eftir „Tegund beiðni/ferlis“. Tegundir beiðna geta verið „Frátekt“, „Bakvinnsla“, „Tækniþjónusta aðfanga“, „Færa varanlega“, „Færa tímabundið“ og „Endurheimta eintak“.

  • „Frátekt“ eru beiðnir sem hafa verið sendar inn af lánþega í gegnum leitir.is fyrir eintök sem eru ekki í láni en þarf að sækja í hillu og taka frá fyrir hönd lánþega. Sjá leiðbeiningar hér.
  • „Bakvinnsla“ er beiðni um að sækja eintak og vinna með eintakið í bakvinnslu. 
  • „Tækniþjónusta aðfanga“ er beiðni um að sækja eintak og vinna með eintakið í Eintök í vinnslu.
  • „Færa varanlega“ er beiðni um að sækja eintak og færa það varanlega í aðra safndeild. 
  • „Færa tímabundið“ er beiðni um að sækja eintak og færa það tímabundið í aðra safndeild.
  • „Endurheimta eintak“ er beiðni þar sem þarf að sækja eintak sem er í tímabundinni safndeild og færa það aftur yfir á rétta safndeild, sjá hér



Aðsendar MSL-beiðnir

Beiðnir sem birtast undir „aðsendar millisafnalána beiðnir“ verða til þegar önnur bókasöfn hafa sent inn beiðni um millisafnalán fyrir hönd sinna lánþega. Mikilvægt er að bókasafnið móttaki þessar beiðnir, samþykki eða hafni beiðninni. Sjá leiðbeiningar um millisafnalán hér 

Nýtt - leiðbeiningar

Vanskil - leiðbeiningar

Með virkar athugasemdir - Virkar athugasemdir eru athugasemdir sem sjást aðeins á milli starfsmanna hjá því bókasafni sem skrifaði inn athugasemdina. MSL-beiðnir „með virkar athugasemdir“ sjást ef að athugasemdir hjá starfsmanninum eru virkar. Sjá skref 3 í leiðbeiningum hér um hvernig skal gera athugasemdir óvirkar.

Með virk almenn skilaboð - Eru skilaboð sem eru send á milli bókasafna. Til þess að losa MSL-beiðni úr „Með virk almenn skilaboð“ þarf að smella á „hunsa“.



Útsendar MSL-beiðnir

Beiðnir sem birtast undir „útsendar MSL-beiðnir“ verða til þegar lánþegar á bókasafninu hafa sent inn beiðni um millisafnalán úr öðru bókasafni. Þessar beiðnir þarf að senda áfram fyrir hönd lánþega til bókasafns sem á eintakið. Mikilvægt er að bókasafnið móttaki þessar beiðnir, samþykki eða hafni beiðninni. Sjá leiðbeiningar um millisafnalán hér

Nýtt - án samstarfsaðila - leiðbeiningar

Vanskil - leiðbeiningar (skref 1b)

Með virkar athugasemdir - Virkar athugasemdir eru athugasemdir sem sjást aðeins á milli starfsmanna hjá því bókasafni sem skrifaði inn athugasemdina. MSL-beiðnir „með virkar athugasemdir“ sjást ef að athugasemdir hjá starfsmanninum eru virkar. Sjá skref 3 í leiðbeiningum hér um hvernig skal gera athugasemdir óvirkar.

Með virk almenn skilaboð - Eru skilaboð sem eru send á milli bókasafna. Til þess að losa MSL-beiðni úr „Með virk almenn skilaboð“ þarf að smella á „hunsa“.



Biðröð útprents

Hér birtast allar prentanir á lista þar sem ekki hefur verið merkt við virkja flýtiprentun. Til þess að losna við að skilaboð birtast hér þarf að haka við virkja flýtiprentun“, sjá hér


ATH. Ef prentpúki hefur verið settur upp þá sækir prentpúkinn allar prentanir í biðröð útprents og því á ekki að vera með hakað við virkja flýtiprentun



DARA-meðmæli 

Meðmæli Ekki allir sjá DARA-meðmæli. Öll meðmæli verða sjálfkrafa til og birtast fyrir allan safnakjarnanna en ekki fyrir hvert og eitt safn. Ef smellt er á DARA meðmæli og þeim eytt þá er verið að eyða þeim út fyrir allan safnakjarnann. Þar af leiðandi er best að láta DARA meðmælin vera. Kerfið býr til DARA meðmæli með því að skoða útlán og virkni í safnakjarnanum og mælir með að kaupa fleiri eintök af ákveðnum eintökum. Einnig bendir DARA á beiðnir sem ekki hafa verið afgreiddar og önnur verkefni sem bókasöfn gætu viljað skoða. 



Sjaldgæfari verkefni

Innkaupabeiðnir

Á aðeins við fyrir þau bókasöfn sem eru með innkaupabeiðnir tengdar hjá sér. Þá geta lánþegar beðið um að tiltekin bók sé keypt á safnið í gegnum leitir.is eða með aðstoð starfsmanns safnsins.



Reikningar 

Notað hjá söfnum sem halda utan um bókhald bókasafnsins í kerfinu.



Námsefni

Þetta á aðeins við fyrir bókasöfn sem nota leslista í kerfinu.



Leslistar

Þetta á aðeins við fyrir bókasöfn sem nota leslista í kerfinu, t.d. fyrir námsbókasafn. 



Eintök 

Er notað hjá bókasöfnum sem eru með sér aðfanga- og útlánadeildir í kerfinu. Aðeins aðfangadeildin sér þetta verkefni. T.d. í LBS.



Rafræn viðföng

Rafræn viðföng tengist rafbókum og ætti ekki að vera í notkun hjá bókasöfnum sem halda ekki utan um rafbækur.



Prufuútgáfur

Er hægt að nota hjá þeim sem vinna með rafbækur. Þá er hægt að setja aðgang að rafbók á prufutímabil þar sem verið er að athuga hvort áhugi sé fyrir bókinni eða ekki.



Innflutningsvandamál

Birtist einungis hjá þeim sem hlaða inn færslur.



Innsent efni

Tengist stafrænu efni og samþykki á innsendu efni frá lánþegum.



Rialto

Þetta á aðeins við fyrir bókasöfn sem nota Rialto í kerfinu.

 


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina