Að kveikja á græju fyrir beiðnakerfið og leiðbeiningar

Breytt Wed, 25 Sep kl 1:22 PM

Með nýju beiðnakerfi Landskerfis er nú hægt að tengja græju inn í Gegni sem hægt er að hafa á forsíðunni sinni til þess að auðvelda samskipti við Landskerfi og leit í leiðbeiningum.

Græjan heitir „Fyrirspurnir og leiðbeiningar“. 


Til þess að virkja græjuna er smellt á plúsinn í hægra horninu á forsíðu Gegnis.




Þar skal haka við græjuna „Fyrirspurnir og leiðbeiningar“ og loka glugganum.





Svona lítur græjan út.




Það er mjög gott að byrja á því að smella á „Leit að greinum“ áður en fyrirspurn er send inn til þess að athuga hvort að leiðbeiningar um vandamálið séu þegar til staðar sem hægt er að lesa yfir. 

Það er gert með því að smella á „Leit að greinum“ og byrja að skrifa inn  í reitinn „Leitaðu“.




Ef svarið finnst ekki í leiðbeiningunum þá er hægt að senda inn fyrirspurn í beiðnakerfið. Til þess að senda inn fyrirspurn skal vera í glugganum „Fyrirspurn“ og fylla út upplýsingar um Viðfangsefni“ og senda inn lýsandi upplýsingar um það vandamál sem þið þurfið svar við.


Einnig getur verið gott að senda inn mynd af öllum skjánum með beiðninni. Hægt er að senda inn viðhengi með því að smella á bréfaklemmuna. Sjá nánari leiðbeiningar um að taka skjámynd.



ATH: Það er ekki hægt að senda skjámynd með því að líma hana beint inn í textareitinn. Myndin virðist birtast í forminu en sendist ekki áfram. Öll viðhengi þurfa að vera send gegnum bréfaklemmuna.



Það er mjög gott að fylla út „Kennitölu“ og „Nafn sendanda“ með fyrirspurninni.



Að lokum skal smella á „Senda“.



Athugið: Ef græjan birtist ekki rétt þá þarf að hreinsa vafrakökur úr vafranum þínum.






Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina