Búa til færslusnið með eintökum

Breytt Thu, 30 Maí kl 10:22 AM


EFNISYFIRLIT



Hver notandi getur búið sér til eigin færslusnið sem geta auðveldað aðfangaferlið. Færslusniðin búa þá sjálfkrafa til eintök í réttri safndeild og með rétta útlánareglu.


Dæmi um notkun:

  • Færslusnið sem býr til eitt eintak í „Barnadeild“ og með reglu eintaks „30 dagar“
  • Færslusnið sem býr til 2 eintök í „Almennt“ og með reglu eintaks „14 dagar“

Engin takmörk eru á fjölda færslusniða sem notandi getur búið sér til.



Að búa til færslusnið með eintökum

  1. Gera pöntun fyrir nýtt efni á hefðbundinn hátt
    • Passa að velja færslusniðið „Sýndarbirgir – Enginn sjóður“. Nýja færslusniðið verður að byggja á þessum upplýsingum.
  2. Inni í pöntunarforminu skal velja fjölda eintaka, setja inn rétta safndeild og velja reglu eintaks.
    • Bæta eintakinu/eintökunum við. 
    • Nýja færslusniðið mun byggja á þessum upplýsingum.
  3. Áður en ýtt er á „Panta núna“ þarf að ýta á „Vista sem færslusnið“ efst í pöntunarforminu


  4. Velja lýsandi heiti á færslusniðið. Góð vinnuregla er að nefna færslusniðið eftir safndeild, útlánstíma og fjölda eintaka.  


  • Passið að haka ekki í „Opinbert færslusnið“


     5. Klára pöntunina eins og venjulega (ýta á „Panta núna“)




   

Að nota eigið færslusnið til að búa til eintök

Næst þegar verið er að gera pöntun er hægt að velja sitt eigið færslusnið í staðinn fyrir að velja „Sýndarbirgir – Enginn sjóður“
Eigin færslusnið finnast undir „Færslusniðin mín“                                                                                               



Passa að hafa ekki hakað við „Úthluta safnskrá handvirkt“ -(því nýja færslusniðið inniheldur eintaksupplýsingar).                                                                                                                                                                                                                                                           

Smella á „Búa til innkaupapöntunarlínu“ og skoða hvort eintakið/eintökin hafi komið rétt inn í pöntunarformið          

                                                  

  • Hægt er að bæta við fleiri eintökum með því að smella á  „Bæta eintökum við“
  • Hægt er að eyða út eintaki með því að smella á þrípunktana aftast í línunni og velja „Eyða“


Ýta á „Panta núna“ og halda aðfangaferlinu áfram eins og venjulega.





.



Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina